Innlent

Réttindalaus á níræðisaldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina réttindalausan ökumann á níræðisaldri. Hann var sá elsti af sautján réttindalausum ökumönnum sem voru stöðvaðir í bænum um helgina. En flestir hinna eru á þrítugs- eða fertugsaldri. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Fimmtán þeirra voru karlar og tvær konur. Fimm hinna réttindalausu reyndust jafnframt vera ölvaðir og tveir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×