Innlent

Tvær bílveltur í Borgarfirði í morgun

Tvær bílveltur urðu í morgun í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Flytja þurfti þrjá á slysadeild með minniháttar meiðsl. Báðir bílarnir eru gjörónýtir að sögn lögreglu.

Fyrri bílveltan átti sér stað klukkan 7.40 í Skorradal í morgun. Ökumaður missti stjórn á bílnum í lausamöl með þeim afleiðingum að bifreiðin valt útaf veginum. Auk ökumanns voru þrír farþegar um borð í bílnum en engan sakaði.

Laust fyrir klukkan níu valt svo annar bíll á Vesturlandsvegi rétt norðan við Borgarnes. Í því tilviki missti ökumaður einnig stjórn á bifreiðinni eftir að hann ók of utarlega út í vegkant. Þrír voru um borð í bílnum og voru þeir allir fluttir á sjúkrahús en engin er talin alvarlega slasaður að sögn lögreglunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru báðir ökumennirnir ungir að árum og óvanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×