Matís leitar að óþekktum örverum 23. júlí 2007 10:15 Matís tekur nú þátt í rannsóknum á lífríki lónsins í Skaftárkötlum sem hafa það að markmiði að finna óþekktar örverutegundir sem má nota í líftækni. Sérstakur bræðslubor var notaður til að bora í gegnum þrjúhundruð metra þykka íshellu til að komast að lóninu. Aðstæður eru einstakar, því lón undir íshellu jökla eru mjög sjaldgæf og þar má finna mjög einangruð og vel varðveitt vistkerfi. Í fréttatilkynningu frá Matís segir að ætlunin sé að nýta að mestu sameindalíffræðilegar aðferðir til greiningar á örveruflóru ketilsins og má jafnvel vænta þess að finna þar áður óþekktar tegundir örvera sem hægt verður að rannsaka frekar og nota í líftækni. Síðastliðin tvö sumur hafa farið fram umfangsmiklar rannsóknir í Skaftárkötlum á Vatnajökli. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra innlendra og erlendra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Matís, Orkustofnunar, Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar HÍ, University of Hawaii og Montana State Univeristy, þar sem Þorsteinn Þorsteinsson hjá Orkustofnun hefur haft yfirumsjón með skipulagningu verkefnisins. Á síðasta ári voru gerðar mælingar og borað í niður í vestari Skaftárketilinn og mikilvæg reynsla þeirrar ferðar nýtt í ár við borun í eystri katlinum. Rannsóknaleiðangurinn var farinn dagana 1. - 9 júní og mælingar gerðar á eystri Skaftárkatlinum og tók Árni Rafn Rúnarsson starfsmaður örverurannsókna Matís þátt í leiðangrinum og hafði umsjón með sýnatöku til rannsókna á örveruflóru lónsins. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Matís tekur nú þátt í rannsóknum á lífríki lónsins í Skaftárkötlum sem hafa það að markmiði að finna óþekktar örverutegundir sem má nota í líftækni. Sérstakur bræðslubor var notaður til að bora í gegnum þrjúhundruð metra þykka íshellu til að komast að lóninu. Aðstæður eru einstakar, því lón undir íshellu jökla eru mjög sjaldgæf og þar má finna mjög einangruð og vel varðveitt vistkerfi. Í fréttatilkynningu frá Matís segir að ætlunin sé að nýta að mestu sameindalíffræðilegar aðferðir til greiningar á örveruflóru ketilsins og má jafnvel vænta þess að finna þar áður óþekktar tegundir örvera sem hægt verður að rannsaka frekar og nota í líftækni. Síðastliðin tvö sumur hafa farið fram umfangsmiklar rannsóknir í Skaftárkötlum á Vatnajökli. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra innlendra og erlendra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Matís, Orkustofnunar, Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar HÍ, University of Hawaii og Montana State Univeristy, þar sem Þorsteinn Þorsteinsson hjá Orkustofnun hefur haft yfirumsjón með skipulagningu verkefnisins. Á síðasta ári voru gerðar mælingar og borað í niður í vestari Skaftárketilinn og mikilvæg reynsla þeirrar ferðar nýtt í ár við borun í eystri katlinum. Rannsóknaleiðangurinn var farinn dagana 1. - 9 júní og mælingar gerðar á eystri Skaftárkatlinum og tók Árni Rafn Rúnarsson starfsmaður örverurannsókna Matís þátt í leiðangrinum og hafði umsjón með sýnatöku til rannsókna á örveruflóru lónsins.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira