Innlent

Íslenskt bakarí nýtur vinsælda í Orlando

Mynd/ Heiða Helgadóttir

Íslenska bakaríið Bread´n Buns í Flórída er nú í fjórða sæti í netúrslitkeppni hjá sjónvarpsstöðinni TV Channel two þar í landi sem besta bæjarfyrirtækið í Orlando. Bakaríið er í eigu Reynis Þorleifssonar bakara og var það opnað í mars síðastliðnum í bænum Clermont í nágrenni við Orlando. Gríðarlega stór listi er yfir þau fyrirtæki sem hafa komist í úrslit í netkosningunni eða yfir 1000 fyrirtæki sem skiptast í 90 flokka. Notendur geta kosið sitt uppáhalds fyrirtæki á heimasíðunni wesh.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×