Innlent

Leystu gátuna um dammtafl

Íslenskur vísindamaður, doktor Yngvi Björnsson, tók þátt í að leysa gátuna um eitt vinsælasta borðspil heims en unnið hefur verið að lausn gátunnar í hart nær 20 ár. Hugbúnaðurinn sem notaður var til að útbúa lausnina byggir á gervigreindartækni og markar niðurstaðan mikilvæg þáttaskil í stærð vandamála sem hægt er að leysa með slíkri tækni.

Borðspilið sem um ræðir er dammtafl eða checkers og hefur lausn gátunnar vakið athygli en um hana er meðal annars ritað í hinu virta vísindatímariti Science. Miðaði lausnin að því að finna hvernig spila eigi leikinn án þess að eiga minnsta möguleika á að tapa honum. Fjöldi mögulegra staða sem upp getur komið í dammtafli er yfir 500 milljarðar milljarða eða milljón sinnum fleiri en sambærileg viðfangsefni sem leyst hafa verið fram að þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×