Innlent

Nýttu daginn til að fegra borgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur tók til hendinni við Engjaveginn.
Vilhjálmur tók til hendinni við Engjaveginn. Mynd/ Heiða Helgadóttir

Margir íbúar í hverfum í nálægð við Laugardalinn nýttu daginn í dag til að fegra umhverfi sitt og mátti víða sjá iðjusamt fólk að störfum. Tiltektardeginum lauk klukkan 14 með grillhátíð við Þróttaraheimilið í Laugardalnum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri veitti fólkinu liðsinni. Hann gróðursetti meðal annars blátopp, sultartopp og reyniblöðkur við Engjaveg í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×