Innlent

Skemmdaverk unnin á húsnæði Athygli

Málningu var slett á skrifstofuhúsnæði almannatengslafyrirtækisins Athygli ehf í Reykjavík í nótt. Einnig er ritað með bleki slagorðið „Iceland is bleeding" sem myndi útleggjast á íslensku „Íslandi blæðir".

Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, telur líklegt að Saving Iceland standi að baki þessu skemmdarverki enda sé fyrirtækið á „dauðalista" samtakanna á vef þeirra. Hann segir að Athygli hafi komið að kynningarmálum fyrir Landsvirkjun.

Atvikið hefur verið kært til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×