Ætluðu upp á þak en enduðu á annari hæð Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 20. júlí 2007 17:00 Samtökin Saving Iceland mótmæltu sölu Orkuveitu Reykjavíkur á raforku til álvera Century Aluminium og Alcan í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrr í dag. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér sögðu þau trúðahóp samtakanna vera á þaki hússins og hafa hengt þar upp flagg með áletruninni ,,Vopnaveita Reykjavíkur". Seinna kom í ljós að mótmælendurnir höfðu hætt við prílið upp á þak vegna veðurs og hengt borðann upp inni í húsinu, á göngubrú á annari hæð. Lögregla fékk ábendingar um málið og mætti á svæðið en aðstoð þeirra var afþökkuð. Helgi Pétursson, talsmaður Orkuveitunnar segir hóp fólks með rauð nef hafa komið í Orkuveituna, þar sem það hafi spjallað við starfsfólk og þegið vatnssopa og jarðarber. Páll Erland, framkvæmdastjóri Veitna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sagði fólkið hafa verið hið prúðasta, og að engin tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir að þau hengdu upp borðann. Mótmælendur sem Vísir ræddu við staðfestu þetta. Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, meðlimur í samtökunum, sagði að baráttumál samtakanna væru jafn sönn og mikilvæg hvernig sem þakferðin hefði farið. Samtökin eru á móti stækkun Hellisheiðarvirkjunar sem þau segja hvergi nærri eins umhverfisvæna og Orkuveitan heldur fram. Þau segja stóran hluta framleidds áls fara í hergagnaframleiðslu. ,,Það er eins og hér á landi sé í gangi keppni um hvert af eftirfarandi fyrirtækum - ALCOA, ALCAN-Rio Tinto eða Century-RUSAL - hafi framið flest og stærst mannréttindabrot og umhverfisglæpi. Verðlaunin er ódýr íslensk orka. Enginn þessara böðla ætti að fá orku frá O.R." sagði Snorri í tilkynningu frá samtökunum. Fyrr í dag slettu samtökin málningu á ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg og fyrr í vikunni lokuðu þau veginum að álveri Century á Grundartanga. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Samtökin Saving Iceland mótmæltu sölu Orkuveitu Reykjavíkur á raforku til álvera Century Aluminium og Alcan í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrr í dag. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér sögðu þau trúðahóp samtakanna vera á þaki hússins og hafa hengt þar upp flagg með áletruninni ,,Vopnaveita Reykjavíkur". Seinna kom í ljós að mótmælendurnir höfðu hætt við prílið upp á þak vegna veðurs og hengt borðann upp inni í húsinu, á göngubrú á annari hæð. Lögregla fékk ábendingar um málið og mætti á svæðið en aðstoð þeirra var afþökkuð. Helgi Pétursson, talsmaður Orkuveitunnar segir hóp fólks með rauð nef hafa komið í Orkuveituna, þar sem það hafi spjallað við starfsfólk og þegið vatnssopa og jarðarber. Páll Erland, framkvæmdastjóri Veitna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sagði fólkið hafa verið hið prúðasta, og að engin tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir að þau hengdu upp borðann. Mótmælendur sem Vísir ræddu við staðfestu þetta. Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, meðlimur í samtökunum, sagði að baráttumál samtakanna væru jafn sönn og mikilvæg hvernig sem þakferðin hefði farið. Samtökin eru á móti stækkun Hellisheiðarvirkjunar sem þau segja hvergi nærri eins umhverfisvæna og Orkuveitan heldur fram. Þau segja stóran hluta framleidds áls fara í hergagnaframleiðslu. ,,Það er eins og hér á landi sé í gangi keppni um hvert af eftirfarandi fyrirtækum - ALCOA, ALCAN-Rio Tinto eða Century-RUSAL - hafi framið flest og stærst mannréttindabrot og umhverfisglæpi. Verðlaunin er ódýr íslensk orka. Enginn þessara böðla ætti að fá orku frá O.R." sagði Snorri í tilkynningu frá samtökunum. Fyrr í dag slettu samtökin málningu á ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg og fyrr í vikunni lokuðu þau veginum að álveri Century á Grundartanga.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira