Innlent

Ítrekaðar líkamsárásir á hótelstjóra og hótelgesti í miðborginni

Hóteleigandi í miðborg Reykjavíkur hefur orðið fyrir ítrekuðum líkamsárásum að næturlagi og gestum hans hefur verið ógnað. Hann hyggst setja upp myndavélar við hótelið til að auka öryggi sitt og gestanna.

Agnar Gunnar Agnarsson, hótelstjóri Hotel Home, hefur margoft komist í hann krappann að næturlagi í Skólasundi þar sem gengið er inn í móttökuna á hóteli hans. Gestir hafa líka orðið fyrir miklu ónæði og hótunum.

Staurarnir í Skólasundi hafa verið notaði sem barefli í átökum í miðborginni en þeim er ætlað að hindra að bílar leggi í götunni. Agnar segir að staurarnir séu rifnir upp um hverja einustu helgi.

Agnar segir að næturhrafnar í Reykjavík fari mikinn að næturlagi og fátt sleppi þegar mönnum er laus höndin. Menn eyðileggi nánast allt sem þeir snerta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×