Innlent

Lýsa yfir áhyggjum vegna samdráttar í þorskkvóta

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA

Fyrirtæki og heimili á Vestfjörðum verða fyrir miklum tekjuskerðingum vegna samdráttar í þorskkvóta og því mikilvægt að stjórnvöld grípi strax til mótvægisaðgerða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Stjórnin lýsir yfir alvarlegum áhyggjum af stöðu mála.

Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn fjórðungssambandsins telji mikilvægt að fyrirtæki sem verða hvað harðast úti vegna samdráttarins fái sem fyrst aðstoð. Þannig megi koma í veg fyrir að þau þurfi að segja upp starfsfólki og koma í veg fyrir fólk flytji úr fjórðunginum.

Sambandið hvetur stjórnvöld til að grípa sem fyrst til yfirlýstra mótvægisaðgerða. Þá eru einnig sveitarfélög á Vestfjörðum hvött til að vinna eigin tillögur að mótvægisaðgerðum og kynna þær fyrir stjórnvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×