Innlent

Dæmdur sekur fyrir vörslu fíkniefna

Karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag dæmdur til að greiða 40 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa í fórum sínum ólöglegt fíkniefni. Maðurinn var með 0,94 grömm af amfetamíni þegar lögreglan hafði afskipti af honum í Hafnarstræti á Akureyri í síðastliðnum aprílmánuði. Með brotinu rauf maðurinn skilorð fyrri dóma.

Maðurinn hefur tvisvar áður hlotið dóm. Í fyrra skiptið fyrir nytjastuld og akstur án ökuréttinda og seinna skiptið fyrir líkamsárás. Í bæði skiptin var refsingu frestað skilorðsbundið í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×