Innlent

Dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum

Karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag sakfelldur fyrir að hafa í sinni vörslu ólögleg fíkniefni. Um var að ræða 23,15 grömm af hassi og 0,93 grömm af marihúana. Með brotinu rauf maðurinn skilorð reynslulausnar frá því í janúar á þessu ári.

Fíkniefni fundust við bifreið mannsins á Akureyri í síðastliðnum marsmánuði. Maðurinn henti fíkniefnunum út úr bifreiðinni skömmu áður en lögreglan hafði afskipti af ökumanni hennar. Hann játaði brot sitt fyrir dómi.

Maðurinn hefur tíu sinnum áður verið dæmdur til refsingar fyrir brot á hegningarlögum, umferðarlögum og fíkniefnalöggjöfinni. Í júní á síðasta ári var hann dæmdur í sjö mánaða fangelsi en fékk reynslulausn í eitt ár á 105 daga eftirstöðvum refsingarinnar. Með brotinu nú rauf maðurinn það skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×