Innlent

Vinstri grænir vilja fresta samningum við stóriðjufyrirtæki

Þingflokkur Vinstri grænna.
Þingflokkur Vinstri grænna. MYND/VG

Hvorki á að gera samninga við stóriðjufyrirtæki né úthluta rannsóknarleyfum til orkufyrirtækja á meðan unnið er að náttúruverndaráætlun fyrir árin 2008 til 2012. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingflokki Vinstri grænna. Flokkurinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar að heimila áframhaldandi undirbúning álverksmiðja í Helguvík, Straumsvík og á Húsavík.

Í yfirlýsingunni kemur fram að flokkurinn telji fjölmargt styðja þá skoðun að bíða skuli með frekari stóriðjuuppbyggingu hér á landi. Er meðal annars vísað í óvissu um þróun orkuverðs á heimsmarkaði og að barátta álhringanna um markaðsyfirráð hvetji til mikillar varfærni í samskiptum við þá. Ennfremur telur flokkurinn það óráð að heimila frekari losun frá stóriðju áður en endurskoðun Kyótóbókunarinnar um samdrátt í mengun andrúsmloftsins liggur fyrir.

Flokkurinn krefst þess ennfremur að Alþingi fái meiri tíma til ráðrúms og úrvinnslu náttúrverndaráætlunar og rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls áður en frekari samningar verða gerðir við stóriðju- og orkufyrirtæki.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×