Innlent

Kallað verði eftir dómskvöddum matsmönnum til að meta niðurstöður ASÍ

Forstjóri Haga segir Alþýðusamband Íslands stunda atvinnuróg gegn verslunum Haga og segir að kallaðir verði til dómskvaddir matsmenn til að meta fréttaflutning ASÍ af verðlagi í verslunum. Hann segir ekkert að marka verðkannanir ASÍ og vinnubrögð þess ólíðandi.

ASÍ hefur birt niðurstöður verðlagskannana úr verslunum Haga undanfarna mánuði og haldið fram að virðisaukaskattsslækkun hafi ekki skilað sér í vöruverði þrátt fyrir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar 1. mars síðastliðinn. Finnur Árnason forstjóri Haga sagði í þættinum í bítið á Bylgjunni í morgun að ASÍ stundaði atvinnuróg gegn verslunum Haga og sagði vinnubrögð sambandsins ólíðandi.

Finnur segir í samtali við Fréttastofu að Hagar ætli að kalla til dómskvadda matsmenn til að hrekja fullyrðingar ASÍ á næstu dögum. Kallað verði eftir matsmönnum frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir ástæðuna fyrst og fremst vera óvandaðan málflutning ASÍ um matvörumarkaðinn sem ekki sé búandi við lengur.

Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ segir aðspurður um ummæli Finns að þau dæmi sig sjálf. Hann segist ekki kvíða því ef Finnur vilji fá dómskvadda matsmenn til að bera saman niðurstöður ASÍ og Hagstofunnar á liðnum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×