Innlent

Borgarstjóri andvígur einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri. MYND/HH

Takmörkuð samkeppni á orkumarkaði mælir gegn einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur að mati Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra. Þetta kom fram í máli borgarstjóra í þættinum Morgunhaninn á útvarpi Sögu.

Í þættinum sagðist borgarstjóri vera andvígur einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur þar sem samkeppni á orkumarkaðinum væri of takmörkuð. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að selja gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur fáist fyrir hana viðunandi verð.

Þá sagði borgarstjóri það ekki hafa verið tilgang Reykjavíkurborgar að koma í veg fyrir að Hitaveita Suðurnesja kæmist í meirihlutaeign einkaaðila þegar Orkuveitan keypti þá hluti sem buðust.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×