Innlent

Atvinnuleysi 3,2 prósent á 2. ársfjórðungi þessa árs

Karlar vinna að meðaltali 12 klukkustundum lengur í hverri viku en konur.
Karlar vinna að meðaltali 12 klukkustundum lengur í hverri viku en konur. MYND/SK

Atvinnuleysi var 3,2 prósent á 2. ársfjórðungi þessa árs samkvæmt samantekt Hagstofunnar á atvinnuþáttöku og atvinnuleysi. Að meðaltali voru því tæplega sex þúsund manns án vinnu og í atvinnuleit á tímabilinu. Atvinnuleysi var mest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 10,2 prósent. Fleiri karlar voru atvinnulausir en konur.

Samkvæmt samantekt Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 3,2 prósent á 2. ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra var það 4 prósent. Á vinnumarkaðinum voru alls 185 þúsund manns en starfandi voru 179.100 og fjölgar um 7.500 milli ára.

Atvinnuþátttaka karla er meiri en hjá konum og þá vinna þeir að meðaltali fleiri klukkustundir en konur í hverri viku. Atvinnuþátttaka karla var 89,1 prósent en hjá konum var hlutfallið 80,7 prósent. Að meðaltali unnu karlar 47,4 klukkustundir í hverri viku en konur 35,6 klukkustundir.

Atvinnuleysi meðal karla á ársfjórðunginum var 3,4 prósent og hjá konum 2,8 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×