Innlent

Icelandair hefur flug til Toronto næsta vor

Frá borginni Halifax í Kanada.
Frá borginni Halifax í Kanada. MYND/AFP

Icelandair hefur ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Toronto í Kanada strax næsta vor. Ákvörðun um þetta var tekin í framhaldi af þeim samningi sem stjórnvöld undirrituðu í Ottawa í síðustu viku.

Ísland og Kanada hafa gert með sér nýja loftferðasamning sem veitir íslenskum flugrekendum víðtæk réttindi til áætlunarflugs milli landanna. Samningurinn heimilar einnig millilendingar og flug til áfangastaða utan Kanada.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að samningurinn tekur einnig til farmflugs og heimilar flug til Kanada án viðkomu á Íslandi. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að samningurinn sé meðal þeirra frjálslegustu sem Kanadamenn hafa gert hingað til.

Toronto er langstærsta borgin í Kanada og helsta samgöngumiðstöð landsins. „Við munum sækja inn á þennan markað með krafti og sjáum borgina fyrir okkur gegna svipuðu hlutverki í leiðarkerfi Icelandair og Boston og New York þegar fram í sækir," segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×