Innlent

Tuttugu teknir fyrir hraðakstur á Akureyri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði í dag 20 ökumenn fyrir hraðakstur en þar af voru átján teknir innanbæjar. Einn var tekinn á 106 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 50.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri voru tveir ökumenn teknir fyrir utan bæinn vegna hraðaksturs. Það var á Kræklingahlíð fyrir norðan Akureyri en þar hefur umferðahraði vera takmarkaður við 50 kílómetra á klukkustund vegna blæðinga í malbiki. Svo virðist sem ökumaður hafi ekki áttað sig hraðatakmörkununum eða ákveðið að virða þær ekki enda ók hann á 106 kílmetra hraða á vegarkaflanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×