Innlent

Hegningarlagabrotum fækkar milli ára

Hraðakstursbrot hafa aukist verulega á milli ára.
Hraðakstursbrot hafa aukist verulega á milli ára. MYND/HJ

Rúmlega hundrað færri hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni í síðastliðnum júnímánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Nokkuð hefur dregið úr þjófnuðum og innbrotum en á sama tíma fjölgar hraðakstursbrotum og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir júnímánuð.

Samkvæmt afbrotatölfræðinni voru 1.163 hegningarlagabrot skráð hjá lögreglunni í síðstaliðnum mánuði. Í sama mánuði í fyrra voru þau 1.265 talsins. Umferðarlagabrotum fer fjölgandi þá sérstaklega hraðakstur og akstur undir ávana-og fíkniefnum. Í júní voru 4.463 hraðakstursbrot skráð hjá lögreglunni eða um þúsund fleiri en á síðasta ári. Þá mælist einnig veruleg aukning í akstri undir ávana- og fíkniefnum og í síðasta mánuði voru tvö slík brot skráð að meðaltali á hverjum degi.

Á sama tíma dregur úr innbrotum og þjófnaði. Alls voru 454 slík brot skráð í síðasta mánuði og fækkar innbrotum um 20 prósent milli ára. Flest innbrot voru framin á föstudögum.

Fjöldi skráðra brota gegn valdstjórninni hefur aukist stöðugt síðan í mars á þesssu ári en flest voru brotin í júní. Fram kemur í samantekt ríkislögreglustjóra litið sé mjög alvarlega á slík brot og að nýbúið sé að hækka refsiramma vegna þeirra úr 6 árum í 8.

Þá kemur einnig fram í tölfræði ríkislögreglustjóra að í síðasta mánuði voru 135 líkamsmeiðingar skráðar hjá lögreglu sem er svipað og á síðasta ári. Fíkniefnabrot voru 135 talsins og eingaspjöll 339.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×