Innlent

Búið að slökkva sinueld við Skautahöllina

Búið er að slökkva sinueld við Skautahöllina í Laugardal en um 40 til 50 fermetra gróðursvæði varð eldinum að bráð. Mikið hefur verið um útköll hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna sinuelda.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn. Gróður er víða þurr á höfuðborgarsvæðinu og lítið þarf til að eldur blossi upp. Í kvöld hefur slökkviliðið þrisvar verið kallað út vegna sinuelda nú síðast í Grafarvoginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×