Innlent

Sinubruni við Skautahöllina í Laugardal

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu til að slökkva sinuelda við Skautahöllina í Laugardal. Mikið hefur verið um sinuelda á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu vegna mikilla þurrka.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins liggur ekki fyrir hvort um mikinn eld sé að ræða. Þetta er í annað skiptið á aðeins nokkrum klukkutímum sem slökkvilið er kallað út vegna sinubruna. Í fyrra skiptið logaði í gróðri á grasbletti við Síðumúla.

Gróður er víða þurr á höfuðborgarsvæðinu og lítið þarf til að eldur kvikni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×