Innlent

Afkoma lundans slök í Eyjum

Afkoma lundans hefur verið slök í Vestmannaeyjum undanfarin ár og finnst ekki tveggja ára fugl í eyjunum. Menn eru sammála um að ástand lundastofnsins sé alvarlegt en verið er að rannsaka hvers vegna stofninum hefur hrakað.

Ástandið nú er framhald af því ástandi sem hefur varað í tvö ár. Í meðalári verpir lundinn í 85 holur af hverjum hundrað, en þetta árið er aðeins orpið í eina holu af hverjum fimm holum. Það hjálpar að klakárangur lundans er hár, en á móti kemur að sílið, sem er aðalfæða lundans í Vestmanna-eyjum, vantar á stórt svæði umhverfis Eyjarnar og víðar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×