Innlent

Rúmlega 750 manns á biðlista eftir augasteinaaðgerð

Rúmlega 750 manns bíða eftir að komast í augasteinaaðgerð á Landspítalanum. Eftirspurn eftir slíkum aðgerðum hefur margfaldast síðustu ár vegna hækkandi aldurs Íslendinga, segir settur yfirlæknir á augndeild spítalans.

Augasteinaaðgerðir eru algengustur aðgerðir hér á landi og hafa orðið vinsælli með árunum. Í fyrra voru 1500 slíkar aðgerðir gerðar. Meðalbiðtíminn eftir aðgerð er 6 mánuðir en sumir hafa þurft að bíða lengur að undanförnu. Eydís Ólafsdóttir settur yfirlæknir á augndeild Landspítalans segir biðina eftir augasteinaaðgerðum hafa aukist sérstaklega síðustu ár.Algengasti aldurshópurinn sem fer í slíkar aðgerðir er yfir fimmtugu.

Þeir sem þurfa á aðgerð að halda fá einskonar ský á augasteininn sem rýrir sjónina töluvert. Sjúkdómurinn er ein algengasta orsök blindu í heiminum. Aðgerðin er einföld og viðkomandi er einungis deyfður á meðan skipt er um augastein og nýr settur í staðinn úr akríl efni.

Til að svara aukinni eftirspurn er verið að byggja nýja skurðstofu á augndeild spítalans sem verður tekin í notkun í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×