Innlent

Sr. Carlos íhugar að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ferrer er ósáttur við að starf hans hafi verið auglýst.
Ferrer er ósáttur við að starf hans hafi verið auglýst. Mynd/ Stefán Karlsson

Sr. Carlos Ferrer íhugar dómsmál gegn Þjóðkirkjunni eftir að sr. Bára Friðriksdóttir var ráðin í embætti sóknarprests í prestakalli Kálfatjarnarsóknar og Ástjarnarsóknar. Halldór Bachman, lögfræðingur Carlosar, telur að rangt hafi verið staðið að ákvörðuninni um að auglýsa starfið innan prestakallsins. Hann segir að búið sé að kæra málið á þeim vettvangi sem mögulegir séu innan stjórnsýslunnar. Næsta skref sé að kanna hvort forsendur séu fyrir dómsmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×