Innlent

Krakkar úr Kópavogi heimsmeistarar í skák

Skáksveit Salaskóla sigraði í flokki 14 ára og yngri á heimsmeistaramóti í skák sem lauk í Tékklandi í morgun. Þegar lokaumferð á mótinu hafði verið tefld voru Íslendingarnir með einn og hálfan vinning í forskot á næstu sveit. Alls tefldu 10 sveitir allar við alla og þar af voru 6 sveitir í flokki 14 ára og yngri. Íslensku þátttakendurnir segja að keppnin hafi verið mjög skemmtileg en aðstæður erfiðar því mikill hiti er í Tékklandi þessa dagana.

Skáksveit Salaskóla skipa Guðmundur Kristinn Lee, Páll Andrason, Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Birkir Karl Sigurðsson. Liðstjórar eru Hrannar Baldursson og Tómas Rasmus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×