Innlent

Tóku 60 erlenda ferðamenn fyrir hraðakstur

Lögreglan tók marga erlenda ökuþóra í síðustu viku.
Lögreglan tók marga erlenda ökuþóra í síðustu viku. MYND/GÞS

Meiri en helmingur þeirra sem lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í síðustu viku fyrir hraðakstur voru erlendir ferðamenn. Í umdæmi lögreglunnar á Selfossi eru að meðaltali fimm til sex erlendir ferðamenn stöðvaðir vegna hraðaksturs á hverjum degi. Flestir kjósa að greiða sektina á staðnum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli voru 106 ökumenn stöðvaðir í síðustu viku fyrir hraðakstur. Þar af voru 60 erlendir ferðamenn á bílaleigubílum. Að sögn lögreglu kjósa flestir að greiða sektina á staðnum. Neiti menn hins vegar er farið með þá fyrir fulltrúa sýslumanns og útbúinn svokölluð sátt.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi eru fimm til sex erlendir ferðamenn stöðvaðir á hverjum degi vegna hraðaksturs. Þá keyra hinir erlendu ökuþórar að jafnaði mun hraðar en hinir íslensku, að sögn lögreglu, eða vel yfir 120 kílómetra hraða á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×