Innlent

Vestfirðir verða frístundabyggð ríkra Reykvíkinga á innan við 10 árum

Íbúar eru farnir að flytja frá Flateyri en menn óttast viðvarandi atvinnuleysi á Vestfjörðum í framhaldi af samdrætti í aflaheimildum. Flosi Jakobsson útgerðarmaður í Bolungarvík segir að innan 10 ára verði Vestfirðir frístundabyggð fyrir ríka Reykvíkinga.

Ljóst er að fiskverkendur taka lengra hlé í vinnslunni hjá Vísi á Þingeyri og hjá fiskiðjunni Jakob Valgeir í Bolungarvík óttast menn að stöðvunin nái allt að fjórum mánuðum.

Þessi fyrirtæki misstu þriðjung af kvóta sínum.

Forvígsmenn Kambs á Flateyri tilkynntu í vor að fiskvinnslu yrði hætt og fólk er þegar farið að hugsa sér til hreyfings og leita að atvinnutækifærum annars staðar.

Flosi Jakobsson útgerðarmaður í Bolungarvík er orðlaus yfir því höggi sem fyrirtæki hans verður fyrir en mikil gróska hefur verið í starfsemi þess. Hann gagnrýnir stjórnvöld og Hafró harðlega. Jakob segir að innan tíu ára verði Vestfirðir frístundabyggð fyrir ríka Reykvíkinga, á líkan hátt og Flatey á Breiðafirði, þar sem menn komi yfir sumartímann til að sýsla við húsin sín.



Flosi er mjög áhyggjufullur yfir ástandinu fyrir vestan og að menn séu í raun ekki enn farnir að átta sig á stöðunni. Það er almennt mál sjómanna fyrir vestan að ekkert komi í staðinn fyrir fiskinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×