Innlent

Íslendingar nálgast heimsmeistaratitil í skólaskák

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skáksveit Salaskóla er efst í flokki 14 ára og yngri á heimsmeistaramóti í skák sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Íslendingarnir hafa 3,5 vinning í forskot á næstu sveit þegar aðeins tveimur umferðum er ólokið á mótinu.

Skólinn keppir í U-14 ára flokki en þeim flokki var steypt saman við U-16 ára flokkinn. Alls tefla 10 sveitir allar við alla og þar af eru 6 sveitir í yngri flokknum, segir á vefnum Skak.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×