Innlent

Álafossbúar reiðir því að ekið sé á frárennslislögn

Varmársamtökin gagnrýna harðlega með hvaða hætti verktakar við Helgarfell beina ökumönnum inn á byggingaland sitt. Íbúar í Álafosskvos segja að ökumenn aki eftir frárennslislögn en ekki vegi því vegur á þessum stað hafi aldrei verið samþykktur.



Íbúar í Álafosskvos og Varmársamtökin hafa um nokkra hríð barist gegn lagningu tengibrautar að nýju hverfi undir Helgafelli í Mosfellsbæ sem á að liggja um Álafosskvosina.

Talsmenn Varmársamtakanna segja að umferð inn á byggingasvæðið sé beint inn á veg sem hvergi finnist á kortum, enda sé ekki um veg að ræða heldur aki menn eftir frárennslislögn.

Talsmenn Varmársamtakanna og íbúar í Álafosskvos fullyrða að unnið hafi verið í gærkvöldi við að jafna uppbyggða frárennslislögn frá Álafosskvosinni upp í Helgafellslandið.



Hannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Helgafellsbygginga, segir að þarna sé um vinnuveg að ræða og umferð sé beint á veginn í samráði við lögreglu og fyllsta öryggis sé gætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×