Fótbolti

Englendingar mæta Rússum á gervigrasi

NordicPhotos/GettyImages
Leikur Englendinga og Rússa í E-riðli undankeppni EM í haust fer fram á gervigrasi. Þetta var tilkynnt í dag. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 17. október og ekki þótti ráðlegt að reyna að spila hann á grasi eins og Guus Hiddink þjálfari Rússa hafði viljað. Luzhniki leikvangurinn tekur 84,000 manns í sæti og mun hýsa úrslitaleikinn í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sá leikur verður þó spilaður á grasi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×