Innlent

Vinstri-grænir vilja að ríkið tryggi sér aftur hlut í Hitaveitu Suðurnesja

Vinstri grænir í Hafnarfirði lýsa fullri ábyrgð á ríkisstjórninni að hafa hrundið af stað einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja og vilja að ríkið endurheimti sinn hlut í fyrirtækinu eða tryggi með öðrum hætti að aðilar sem hyggist tryggja sér orkuréttindi til þess að geta nýtt þau í þágu eigin fyrirtækja eða tengdra fyrirtækja, til dæmis með því að selja orkuna til mengandi stóriðjufyrirtækja, að því er fram kemur í ályktun.

„Það er stefna Vinstri grænna að veitustofnanir skulu vera í almannaeigu, enda ber þeim fyrst og fremst að þjóna almenningi og tryggja að allir hafi aðgengi að þeirri grunnþjónustu sem fyrirtækið býður, en verða ekki ofurseldar gróðahagsmunum. Einkavæðing veitufyrirtækja bitnar fyrst og fremst á neytendum, sem munu greiða fyrir hækkað markaðsverð orkufyrirtækja með hærri gjöldum fyrir þjónustuna.

Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði lýsir yfir fullum stuðningi við yfirlýsingar fulltrúa Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja í fjölmiðlum um að Hafnarfjörður neyti forkaupsréttar síns í fyrirtækinu . Stjórn VG í Hafnarfirði leggur áherslu á að varðveita meginmarkmið um almannahagsmuni og um að gæta að hag neytenda," segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×