Innlent

Ördeyða í laxveiðiám

Byrjun laxveiðisumarsins þykir einhver sú daprasta í áratugi. Laxveiðin í Norðurá er til dæmis aðeins þriðjungur þess sem eðlilegt þykir og lætur nærri að einn lax sé að koma þar á land á dag á hverjar fjórar stangir.

Haft er eftir Langárbóndanum Ingva Hrafni Jónssyni í Fréttablaðinu í dag að júníveiðin sé sú versta sem hann hafi upplifað á sínum 35 árum í bransanum. Þurrviðri er helst kennt um.

Í Norðurá hefur veiði staðið í tæpar fjórar vikur en þar er veitt á tólf stangir. Hver stöng nær þannig að jafnaði varla fjórðungi úr laxi. 75 laxar komnir á land þegar 200 þætti eðlilegt.

Guðmundur Stefán Maríasson, varaformaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fjallaði um þessa stöðu mála í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×