Innlent

Samskipti sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnámi

Þingflokksformaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina hafa komið samskiptum sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnám vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja. Einkavæðing orkufyrirtækja leiði einungis til hækkunar raforkuverðs sem bitni alfarið á heimilunum.



Ögmundur Jónasson þingflokksformaður Vinstri grænna segir athyglisvert að þrátt fyrir að ríkið hafi metið 15% eignarhlut sinn í Hitveitu Suðurnesja á um tvo og hálfan milljarða króna þá hafi fjárfestar í FL. Group og Glitni sem eigi félagið Geysi Green Energy greitt 7,6 miljarða króna fyrir hlutinn. Hann segir augljóst að fyrirtækið hyggist græða á þessari fjárfestingu. Reynslan sýni að við einkavæðingu orkufyrirtækja erlendis hafi raforkuverð allstaðar hækkkað og það bitni helst á heimilum og fyrirtækjum. Hann leggur til að ríkið afturkalli sölutilboðið á hlut sínum í Hitaveitunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×