Innlent

Sótti fund matvælaráðherra Norðurlanda

MYND/Róbert

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti í gær sumarfund matvælaráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Björneborg í Finnlandi.

Fram kemur í tilkynningu að á fundinum hafi meðal annars verið rætt um alvarlegt ástand þorskstofnsins í Eystrasalti og þá fóru einnig fram almennar umræður um fiskveiðistjórnun, kosti hennar og galla. Sérstaklega var rætt um brottkast og þá ógn sem lífríki Eystrasalts stafar af mengun sjávar.

Þá urðu ráðherrarnir sammála um að leggja sérstaka áherslu á betra mataræði barna áður en í verulegt óefni verði komið. Bæði þurfi að stuðla að heilbrigðara lífernir með hollara mataræði og aukinni hreyfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×