Innlent

Glerfarmur féll af flutningabíl á Suðurlandsvegi

Glerfarmur féll af flutningabíl á þjóðveginum á milli Kotstrandar og Ölfusborgar um fjögurleytið í dag. Glerið dreifðist yfir veginn og þurfti lögregla að loka hluta hans í nokkurn tíma. Nokkrar tafir urðu á umferð vegna þessa um Suðurlandsveg en umferð hefur verið hleypt á að nýju.

Lögreglan segir enn óljóst hvers vegna glerið datt af flutningabílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×