Innlent

Stuttbylgjuútsendingum RÚV hætt um mánaðamótin

MYND/GVA

Stuttbylgjuútsendingum Ríkisútvarpsins verður hætt um mánaðamótin samkvæmt samkomulagi stofnunarinnar og Neyðarlínunnar sem á og rekur viðkomandi stuttbylgjusenda.

Fram kemur í tillkynningu að útsendingar á stuttbylgju verði sífellt lítilvægari, meðal annars með tilkomu netútsendinga frá heimasíðu RÚV og gervihnattaútsendinga á sjónvarps- og útvarpsdagskrám Ríkisútvarpsins sem eru nýhafnar. Auk þess munu langbylgjusendingar RÚV frá Gufuskálum og Eiðum áfram þjónavel hafsvæðinu kringum landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×