Innlent

Valgerður segir viðsnúning Samfylkingarinnar grátbroslegan

Valgerður Sverrisdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir viðsnúning Samfylkingarinnar í stóriðjumálum grátbroslegan. Alcan vill endurnýja raforkusamnings sinn við Landsvirkjun um sex mánuði en niðurstaða Landsvirkjunar gæti ráðið miklu um frekari stóriðjuuppbyggingu í landinu.

Formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma að málinu enda væri málið á borði fyrirtækjanna. Samfylkingin lagði áherslu á það í málflutningi sínum fyrir kosningar að stóriðjuframkvæmdir mættu ekki vera á forræði sveitarfélaga og stórfyrirtækja. Slá ætti frekari stóriðjuframkvæmdum á frest þar til náðst hefði heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði og verndun þeirra væri tryggð.

Alcan hefur nú sótt um að endurnýja raforkusamning sinn við Landsvirkjun sem kveður á um forgang að orku sem menn hyggjast ná vegna virkjana í neðri Þjórsá en mikil og vaxandi andstaða er við þær virkjanir meðal heimamanna. Ákvörðun Landsvirkjunar hefur til að mynda áhrif á hvort ráðist verður í þær virkjanir og hvort álver verður reist í Þorlákshöfn eða á Keilisnesi.

Varaformaður Framsóknarflokksins segir grátbroslegt að Samfylkingin hafi lagt á það áherslu að stjórnmálamenn tækju ábyrgð á málaflokknum en setji nú allt sitt traust á markaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×