Innlent

Ellefu ára piltur undir stýri

MYND/GVA

Selfosslögregla stöðvaði í gær bifreið á sandinum vestan við Óseyrarbrú eftir að hún hafði veitt ökumanni bílsins athygli. Fram kemur á fréttavefnum Suðurland.is að ellefu ára gamall piltur hafi setið undir stýri en forráðamaður hans sat í aftursætinu og leiðbeindi honum við aksturinn. Lögregla segir að forráðamaðurinn eigi von á kæru fyrir að leyfa réttindalausum einstaklingi að aka bíl sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×