Innlent

Dreng bjargað í Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Akureyrar
Sundlaug Akureyrar

Líðan sex ára gamals drengs sem bjargað var frá drukknun í Sundlaug Akureyrar í dag er stöðug. Hann er kominn til meðvitundar og verður á gjörgæslu í nótt til eftirlits, að sögn vakthafandi læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Slysið átti sér stað um sexleytið og voru það sundlaugargestir sem munu hafa fundið drenginn meðvitundarlausan á botni laugarinnar. Lífgunartilraunir á staðnum báru árangur og komst hann til meðvitundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×