Innlent

Gríðarleg umferð - göngunum lokað

MYND/Pjetur
Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið vegna mikillar umferðar. Gríðarlegar raðir hafa myndast á leið til borgarinnar og er nánast bíll við bíl á Suðurlandsvegi frá Þrengslaafleggjara. Sömu sögu er að segja af Vesturlandsvegi og hefur verið gripið til þess ráðs að loka Hvalfjarðargöngum tímabundið til þess að losa um stífluna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×