Innlent

Fjölmenni á Esjunni

Fjölmenni lagði leið sína á Esjuna í dag í blíðskaparveðri. Þar var í dag haldin fjölskylduhátíð SPRON og Ferðafélags Íslands. Meðal annars var boðið var upp á göngu á Þverfellshorn í umsjón farastjóra Ferðafélags Íslands. Í kvöld verður svo sérstök dagskrá á toppi fjallsins þar sem kveikt verður í brennu ef verður leyfir. Dagskráin hefst klukkan hálf níu en þá mun Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjalla um hefðir á Jónsmessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×