Innlent

Slökkvistarf gengur ágætlega

Stórt svæði brann í dag.
Stórt svæði brann í dag. MYND/Lillý

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gengur ágætlega að ná tökum á eldinum á Miðdalsheiði. Það er óvíst hversu langur tími er eftir af slökkvistarfi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði.

All stórt svæði brann í dag og mikinn reyk lagði frá svæðinu. Miklir þurrkar hafa verið undanfarið. Langt er í vatn og erfiðar aðstæður enda skíðlogaði í mosa og öðrum skrjáfþurrum gróðri. Slökkviliðsmenn grunar að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli sem hafði verið skilið eftir á víðavangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×