Meira fjármagn þarf til rannsókna efnahagsbrota Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 14. júní 2007 19:07 Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.Samtök atvinnulífsins og saksóknari efnahagsbrota stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun. Þar voru ræddir svokallaðir hvítflibbaglæpir og viðbrögð við þeim. Hér á landi eru það helst skattalagabrot, auðgunarbrot í rekstri fyrirtækja og tollsvikamál sem koma upp. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota segir Ísland ekki hafa komið nógu vel út í alþjóðlegri úttekt á peningaþvætti. Ljóst sé að fjölga verði í einingunni til að ná alþljóðamarkmiðum.Hann segir bankana hér þó hafa tekið sig mikið á.Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir að íslensk fjármálafyrirtæki séu að komast í fremstu röð meðal Evrópuþjóða í vörnum gegn peningaþvætti.Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður segir að tafir á meðferð mála af þessu tagi séu óviðunandi og brot á mannréttindum. Hann kennir um óskilvirku kerfi, mannfæð og of mörgum stofnunum sem komi að málunum. Helgi segir að tvöfalda þurfi starfsmannafjölda og auka fjármagn töluvert inn í efnahagsbrotadeildina svo unnt sé að sinna málum á viðunandi hátt. Þá vill Helgi aukna heimild til lögreglustjórasátta í málum af þessu tagi þannig að aðilar geti valið um hvort þeir vilji taka málin áfram í dómskerfinu eða ljúka því með þessum hætti. Í Noregi er þessari aðferð beitt með góðum árangri að sögn Helga. Hún sparar bæði tíma og fjármagn þar sem fyrirtæki greiða tugi og jafnvel hundruð milljóna í sektir.Sarah Jane Hughes prófessor í lögum ivð háskólann í Indiana í Bandaríkjunum segir arðbærustu efnahagsbrotin brot á einkarétti. Hagnaður af sölu á eftirlíkingum lúxusvara sé meiri en af eiturlyfjjum og vopnasmygli. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.Samtök atvinnulífsins og saksóknari efnahagsbrota stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun. Þar voru ræddir svokallaðir hvítflibbaglæpir og viðbrögð við þeim. Hér á landi eru það helst skattalagabrot, auðgunarbrot í rekstri fyrirtækja og tollsvikamál sem koma upp. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota segir Ísland ekki hafa komið nógu vel út í alþjóðlegri úttekt á peningaþvætti. Ljóst sé að fjölga verði í einingunni til að ná alþljóðamarkmiðum.Hann segir bankana hér þó hafa tekið sig mikið á.Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir að íslensk fjármálafyrirtæki séu að komast í fremstu röð meðal Evrópuþjóða í vörnum gegn peningaþvætti.Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður segir að tafir á meðferð mála af þessu tagi séu óviðunandi og brot á mannréttindum. Hann kennir um óskilvirku kerfi, mannfæð og of mörgum stofnunum sem komi að málunum. Helgi segir að tvöfalda þurfi starfsmannafjölda og auka fjármagn töluvert inn í efnahagsbrotadeildina svo unnt sé að sinna málum á viðunandi hátt. Þá vill Helgi aukna heimild til lögreglustjórasátta í málum af þessu tagi þannig að aðilar geti valið um hvort þeir vilji taka málin áfram í dómskerfinu eða ljúka því með þessum hætti. Í Noregi er þessari aðferð beitt með góðum árangri að sögn Helga. Hún sparar bæði tíma og fjármagn þar sem fyrirtæki greiða tugi og jafnvel hundruð milljóna í sektir.Sarah Jane Hughes prófessor í lögum ivð háskólann í Indiana í Bandaríkjunum segir arðbærustu efnahagsbrotin brot á einkarétti. Hagnaður af sölu á eftirlíkingum lúxusvara sé meiri en af eiturlyfjjum og vopnasmygli.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira