Mannlíf segir flokkinn hafa kúgað Morgunblaðið 25. maí 2007 18:47 Fullyrt er í Mannlífsgrein að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi fyrir áratug reynt að kúga Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins til fylgisspektar við stefnu flokksins. Hafi Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum meðal annars krafist gjaldfellingar lána ritstjórans. Kjartan segir þetta staðlausa stafi og slúður. Í Mannlífsgreininni undir yfirskriftinni "friður óttans er greint frá meintum átökum á milli forystu Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins fyrir áratug. Fullyrt er að Davíð Oddsson og menn honum nærri hafi tortryggt Styrmi þar sem hann hafi talað fyrir auðlindagjaldi og breytingum í utanríkispólitík sem hafi verið flokksforystunni þvert um geð. Í þessari grein, sem er eftir Jóhann Hauksson blaðamann, er sagt frá því að heilum kafla hafi verið kippt útúr bók Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra sem kom út fyrir nokkurm árum. Í kaflanum hafi verið fjallað um hótunarbréf sem sent var til Matthíasar Johannesen, ritstjóra Morgunblaðsins. Þar hafi verið haft í hótunum við blaðið og einkum getið um veika stöðu Styrmis Gunnarssonar ritstjóra vegna mikilla skulda. Fjallað er um ófriðinn á milli Styrmis og Davíðs Oddssonar og þess getið að "friður óttans" sé ef til vill besti og varanlegasti friðurinn á milli flokksins og blaðsins. Líkum er að því leitt að höfundur þessa hótunarbréfs sé Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og þáverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum. . Þá er einnig fullyrt í Mannlífsgreininni að Kjartan hafi árið 1995 gengið á fund Sverris Hermannssonar og beðið hann - sem flokksbróður, ekki bankastjóra - að gjaldfella skuldir Styrmis og setja þær í innheimtu. Sverrir hafi neitað. Í greininni segir svo að Styrmir og Davíð hafi samið um frið og vöngum velt yfir því hvort það hafi verið "friður óttans" Kjartan Gunnarsson, sagði í samtali við Stöð 2 að þetta væru staðlausir stafir og slúður. Hann hefði hvorki skrifað Mathíasi Jóhannesen bréf né hafi hann nokkru sinni beðið bankastjóra Landsbankastjóra um að gjaldfella lán gagnvart nokkrum. Fleira vildi Kjartan ekki segja um þessa grein. Hvorki Sverrir Hermannsson né Styrmir Gunnarsson vildi láta hafa nokkuð eftir sér um þessa grein í Mannlífi. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Fullyrt er í Mannlífsgrein að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi fyrir áratug reynt að kúga Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins til fylgisspektar við stefnu flokksins. Hafi Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum meðal annars krafist gjaldfellingar lána ritstjórans. Kjartan segir þetta staðlausa stafi og slúður. Í Mannlífsgreininni undir yfirskriftinni "friður óttans er greint frá meintum átökum á milli forystu Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins fyrir áratug. Fullyrt er að Davíð Oddsson og menn honum nærri hafi tortryggt Styrmi þar sem hann hafi talað fyrir auðlindagjaldi og breytingum í utanríkispólitík sem hafi verið flokksforystunni þvert um geð. Í þessari grein, sem er eftir Jóhann Hauksson blaðamann, er sagt frá því að heilum kafla hafi verið kippt útúr bók Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra sem kom út fyrir nokkurm árum. Í kaflanum hafi verið fjallað um hótunarbréf sem sent var til Matthíasar Johannesen, ritstjóra Morgunblaðsins. Þar hafi verið haft í hótunum við blaðið og einkum getið um veika stöðu Styrmis Gunnarssonar ritstjóra vegna mikilla skulda. Fjallað er um ófriðinn á milli Styrmis og Davíðs Oddssonar og þess getið að "friður óttans" sé ef til vill besti og varanlegasti friðurinn á milli flokksins og blaðsins. Líkum er að því leitt að höfundur þessa hótunarbréfs sé Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og þáverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum. . Þá er einnig fullyrt í Mannlífsgreininni að Kjartan hafi árið 1995 gengið á fund Sverris Hermannssonar og beðið hann - sem flokksbróður, ekki bankastjóra - að gjaldfella skuldir Styrmis og setja þær í innheimtu. Sverrir hafi neitað. Í greininni segir svo að Styrmir og Davíð hafi samið um frið og vöngum velt yfir því hvort það hafi verið "friður óttans" Kjartan Gunnarsson, sagði í samtali við Stöð 2 að þetta væru staðlausir stafir og slúður. Hann hefði hvorki skrifað Mathíasi Jóhannesen bréf né hafi hann nokkru sinni beðið bankastjóra Landsbankastjóra um að gjaldfella lán gagnvart nokkrum. Fleira vildi Kjartan ekki segja um þessa grein. Hvorki Sverrir Hermannsson né Styrmir Gunnarsson vildi láta hafa nokkuð eftir sér um þessa grein í Mannlífi.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira