Innlent

Boða öflugt umferðareftirlit yfir hvítasunnuhelgi

MYND/AB

Allt umferðareftirlit verður aukið yfir hvítasunnuhelgina en meginmarkmiðið er að draga úr hraðakstri og auka umferðaröyryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þá mun embættið leggja sérstaka áherslu á umferðareftirlit í allt sumar.

Fram kemur í tilkynningu ríkislögreglustjóra að undanfarnar sex vikur hafi lögregluembættin í landinu staðið fyrir umfangsmiklu eftirliti með ökumönnum til að sporna gegn ölvunarakstri. Á því tímabili hafði lögreglan afskipti af 8.148 ökumönnum og kannaði ástand þeirra. Af þeim voru 83 ökumenn sendir í blóðprufu vegna gruns um ölvunarakstur. Við þetta eftirlit voru að auki 170 ökumen sektaðir fyrir önnur umferðarlagabrot.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra að í sumar verði sérstök áhersla lögð á umferðareftirlit. Fylgst verður með hraða bifreiða, ástandi ökutækja og ýmsu öðru er snýr að umferðaröryggismálum. Eftirlitið mun beinast sérstaklega að þeim stöðum þar sem alvarleg umferðarslys hafa orðið á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×