Innlent

Stofna almenningshlutafélag til kaupa veiðiheimildir

MYND/HS

Kanna á möguleikana á því að stofna almenningshlutafélag í Ísafjarðarbæ sem hefur það hlutverk að kaupa veiðiheimildir og tryggja þannig fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Þetta kemur fram í tillögu sem meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram og greint er frá á fréttavef Bæjarins besta.

Í tillögu meirihlutans er gert ráð fyrir því að atvinnumálanefnd bæjarins kanni möguleika á samstarfi einstaklinga, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja um stofnun slíks hlutafélags. Í því samhengi verður litið til reynslu af eignarhaldsfélaginu Glámu en að því stóðu bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir.

Ennfremur er gert ráð fyrir því í tillögunni að leitað verði eftir samstarfi við fjármálastofnanir, Byggðastofnun og stjórn Hvetjanda eignarhaldsfélags.

Sjá nánar frétt BB hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×