Innlent

Héðinn skrefi frá stórmeistaraáfanga

Héðinn er hér til hægri á myndinni að tefla við Hannes Hlífar Stefánsson.
Héðinn er hér til hægri á myndinni að tefla við Hannes Hlífar Stefánsson. MYND/Anton Brink

Alþjóðlegi skákmeistarinn Héðinn Steingrímsson er kominn með aðra höndina á stórmeistaraáfanga eftir að hann gerði jafntefli við ítalska meistarann Luca Shytaj í áttundu og næstsíðustu umferð Capo d'Orso-mótsins á Sardiníu.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu hefur Héðinn þegar náð tilskildum vinningafjölda til að ná sínum fyrsta stórmeistaraáfanga en til að fá áfangann viðurkenndan þarf hann að mæta stórmeistara í lokaumferðinni sem fram fer í fyrramálið. Það skýrist í kvöld hver andstæðingur Héðins verður í lokaumferðinni.

Fyrir lokaumferðina er Héðinn efstur á mótinu með sex og hálfan vinning en þar á eftir koma Shytaj og Jacko Aagard með sex vinninga. Alls taka 149 skákmenn þátt í mótinu, þar af átta stórmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×