Innlent

Aðrir en ljósmyndarar mega taka myndir í vegabréf

MYND/Teitur

Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfu Ljósmyndarafélags Íslands í tengslum við deilur um myndatökur fyrir passamyndir.

Ljósmyndarafélagið krafðist þess aðallega að viðurkennt yrði að auk einstaklinga, sem taka myndir í eigin vegabréf og nemenda í ljósmyndun, væri ljósmyndurum með iðnréttindi einum heimilt að taka ljósmyndir í íslensk vegabréf. Taldi félagið það að fela starfsmönnum á sýslumannsskrifstofum að taka myndir í vegabréf bryti gegn iðnréttindum ljósmyndara sem vernduð væru  samkvæmt lögum.

Hæstiréttur komst hins vegar að því að útgáfa vegabréfa væri meðal verkefna stjórnvalda og þannig hluti af stjórnsýslu ríkisins. Myndatakan væri órjúfanlegur hluti af því og að ekki væru gerðar faglegar kröfur þannig að jafnað yrði við myndatöku í atvinnuskyni í skilningi iðnaðarlaga. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu Ljósmyndarafélagsins.

Héraðsdómur hafði áður komist að því ljósmyndarar með iðnréttindi og nemar í ljósmyndun mættu einir taka ljósmyndir í vegabréf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×