Innlent

Sjötug kona hrekur innbrotsþjófa á flótta

MYND/RE

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Kópavogi í gær tvo unglingspilta eftir að þeir höfðu brotist inn í einbýlishús í bænum. Húsráðandi, kona á sjötugsaldri, kom að piltunum og náði að hrekja þá í burtu en þó ekki fyrr en þeir höfðu náð að grípa með sér veski konunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fundust piltarnir fljótlega eftir að þeir höfðu náð að koma sér út úr húsinu. Voru þeir þá búnir að taka smáræði út af greiðslukorti konunnar.

Piltarnir, sem báðir eru sextán ára gamlir, hafa áður komið við sögu lögreglunnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×