Innlent

Minna atvinnuleysi en spáð var

MYND/AB

Atvinnuleysi á landinu á þessu ári gæti orðið minna en spár gerður ráð fyrir samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins. Færri en tvö þúsund manns voru skráðir atvinnulausir í síðasta mánuði og hafa þeir ekki verið færri í aprílmánuði síðan árið 2000.

Samkvæmt vefritinu var gert ráð fyrir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins að atvinnuleysi á árinu verði að meðaltali um 1,8 prósent. Í síðasta mánuði mældist atvinnuleysi 1,25 prósent að meðaltali og er það nokkuð minna en spáð var.

Bendir þetta til þess að enn sé mikil þensla á vinnumarkaði og ljóst að hún muni vara eitthvað lengur en gert hefur verið ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×